Hingað hef ég ekki komið langa lengi...eða síðan í júní. Það er langur tími, svona hlutfallslega, í lífinu.
Núna er ég á landinu bláa, Reykjavík útum gluggann minn, svolítið grá en stundum blá og fögur, alltaf skemmtileg. Halli er á fundi í Heilbrigðisráðuneytinu. Átti að vera þar í gær en vegna ýmissa atburða gærdagsins, eitthvað meira og stærra en hann, m.a. borgarstjórnarslit og allskonar vitleysa í gangi, þá var fundi frestað þangað til í dag. Vonandi er einhver ró komin á liðið svo það geti talað um heilbrigðismál. Ég fer á ársfund Skólastjórafélgs Íslands eftir hádegi suður í henni Keflavík en þar á ég að halda fyrirlestur um sjálfsmat í skólum í fyrramálið. Vonandi kemst ég skammlaust frá því, ef ekki þá hef ég nú verið að með hugann við eitthvað annað síðustu árin því þetta er víst það sem ég hef verið að læra og vinna við í ein sjö ár eða svo. Verð vonandi doktor í þessu á vordögum.
föstudagur, október 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli