mánudagur, febrúar 18, 2008
Ég sakna mannsins míns alveg hræðilega. Þetta er hið versta mál því ég er á köflum óvinnufær. Þrátt fyrir Skype og myndavélar og beinar útsendingar héðan og þaðan þá er þetta bara ekki nóg. Þetta er allt í lagi svona í stuttan tíma en nú er þetta að verða eiginlega nóg af því góða. Ég leggst uppá fjölskylduna í Hrafnagilsskóla regluega og svo fer ég til mömmu reglulega en hún er orðin afskaplega léleg til líkama og sálar blessunin og það er lítið hægt að ræða málin við hana. Svo heimsæki ég hina tvo bræður mína reglulega svo þetta hefur ekkert með aðra að gera, heldur sjálfa mig og minn mann. Ein vika búin og níu eftir. Vonandi kemur hann til landsins í mars eða ég fer heim í stutta ferð og þá get ég séð börnin mín og það væri nú hið besta mál, og eiginlega alveg bráðnauðsynlegt en það kemur ekkert í staðinn fyrir hann Halla minn. Eftir þessi rúm 32 ár þá er þetta eins og að taka hluta af heilanum í burtu, nú eða handlegg, eða fótlegg, eða einhvern hluta af mér, hver sem hann er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ætli þú saknir hans ekki alveg sérlega mikið í þetta sinn af því þú veist að aðskilnaðurinn mun vara í þetta langan tíma?
Þú veist að þú ert líka alltaf velkomin í Vinaminni :-)
Kveðja,
Guðný.
Ég lít við einhvern daginn, án skriflegs heimboðs og þar með án fyrirvara!!! Reyndar ekki alveg án skriflegs heimboðs, þetta gæti jafnvel flokkast undir það. kf
Sæl Kata min og takk fyrir síðast! Ég fór að hugsa á leiðinni heim... hvort ég kynnt mig? :-)
Hugsaðu aðeins út í það hversu jákvætt það er að þú saknir Halla og í sjálfum sér hið besta mál!:-) (þó það sé erfitt meðan á því stendur) Hér á Akureyri hefur þú nóg að gera og við að vera, - eins og þú veist betur en ég. Vonandi sjáumst við fljótlega aftur- kannski á Bjargi!
bk Veiga
Skrifa ummæli