miðvikudagur, apríl 20, 2005
Það gengur illa að byrja keppnistímabilið í frjálsum. Það átti að byrja í síðustu viku en mótinu var aflýst vegna þrumuveðurs. Svo var keppt á laugardaginn í ausandi rigningu. Karólína var við skólann í Cannon Falls frá 8-5, það var ekkert húsaskjól að hafa fyrr en seint um daginn svo allt var gegnblautt, ískalt og heldur lítið geðfellt. Svo átti að vera mót í gær hér heima en því var frestað vegna mikillar þrumuveðurspár sem svo aldrei rættist. Þá er að sjá hvað gerist á föstudagskvöldið í Hudson. Það hefur annars verið fádæma blíða, allt að 28 stiga hiti og sól þessa síðistu vikur svo þetta er óttaleg óheppni að þessir fáu rigningardagar skulu vera á keppnisdögum. Það verður víst að taka því eins og hverju öðru hundsbiti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já, þetta er gremjulegt. En hvernig er það, er ekki Karólína að fara að æfa frjálsar á Íslandi í sumar?
Skrifa ummæli