föstudagur, apríl 22, 2005
Nú er ég með tvö af börnunum mínum heima og svo tengdadótturina. Bjarni og Nicole fluttu til okkar í síðustu viku og nú er veislumatur á hverju kvöldi. Í gær vorum við úti að versla í matinn og það hafði ekkert verið rætt hvað skildi haft á borðum svo ég stakk uppá að hafa eitthvað einfalt til að skella á grillið, jú það var samþykkt og Bjarni ákvað að hafa svínarif. Ekki vissi ég að hann myndi byrja að elda klukkan þrjú og ekki verða búinn fyrr en um sjöleytið. Hjá mér eru rif einfaldur og fljótlegur matur, en ekki hjá honum. Það var hreint ótrúlegt hvað þau gerðu til að undirbúa steikinguna sjálfa; kryddlegin í 1 tíma, soðin í ofni með 8 kryddtegundum í 2 tíma, og svo grilluð í sérstökum legi á eftir þessu öllu saman. Ég hef aldrei smakkað önnur eins rif, lungamjúk, safarík, bragðgóð og ilmandi. Daginn áður var indverskur korma réttur í jógúrtsósu, daginn þar áður enchiladas. Með þessu áframhaldi verð ég orðin hnöttótt þegar ég kem til Íslands í júní.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hnöttótt lögun hefur marga kosti og er bara í góðu lagi.
Skrifa ummæli