mánudagur, júní 20, 2005

Í dag er ein vika þangað til ég legg af stað til Íslands og því verður þessi vika einn allsherjar undirbúningur fyrir sumardvöl á Íslandi. Ég held að sjálfsögðu að ég sé ómissandi og að heimilið fari veg allrar ef ég er ekki á staðnum, mér finnst þetta þegar ég er í burtu í stuttan tíma hvað þá rúmar sjö vikur. Á laugardaginn fór ég til Minneapolis á Íslendingahátíðina. Þar spilaði strengjasveit Tónskóla Sigursveins við mikinn fögnuð og sérstaka gleði mína. Ég hlýt að vera orðin gömul því ég verð svo tilfinninganæm þegar ég hlusta á börn spila fallega íslenska tónlist. Þetta var hin besta skemmtun með tónlist, mat, skemmtilegu fólki, strandaferð og bátsferð. Veðrið var yndislegt, um 32 stiga hiti og hvergi skýhnoðra að sjá og lítill sem enginn raki í lofti. Nú er stærsti hluti hópsins farinn heim og vonandi skemmtu börnin sér vel. Veðrið er áfram yndislegt en nú á rakinn að koma og því verða 30 stigin sem mér hafa fundist yndisleg síðustu vikuna að óþolandi gufubaðsveðri.

3 ummæli:

ærir sagði...

þar mun fulltrúi Ingólfs reyðfirðings hafa verið mættur með kontrabassa, sonur hans eini sanni og algjör eftirmynd. Svo ég slúðri um hann blessaðan vin okkar, þá hefur honum tekist að koma konu sinni í hestamennsku og eru þau á hringferð um landið með tvo hesta. Því vaknar sú spurning hvort þið hjónakornin ætlið ekki að athuga þennan möguleika, þó varla sé fleiri sportum á ykkur bætandi.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Ungur maður sem ættir á að rekja til skrásetjarans frá Reyðarfirði minnti mig alveg dásamlega mikið á hann kall föður hans þegar hann stóð aftast og spilaði fallega á bassann sinn, aleinn og stoltur. Hann rétti mér myndavél áður en spilið byrjaði því hann hafði víst gleymt að taka myndir stóran hluta dvalarinnar og réði mig því til að festa á filmu atburði eftirmiðdagsins.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Mér lýst ekkert á þessa hestmennsku hugmynd, aftur á móti hvíslaði að mér lítil mús að þau hjón hefðu spilað golf í sumar og er það mér mikið gleðiefni og ættu fleiri að taka þau sér til fyrirmyndar, hann bróðir þinn ætti t.d. að standa sig betur í áróðrinum.