Þá er klípuprófinu og öllum hinum mælingunum lokið í þetta sinnið. Ég á bágt með að trúa framförunum og breytingunum en tölurnar ljúga víst ekki er mér sagt, þetta hefur gengið vonum framar og ég er alsæl. Þær tölur sem skipta mig mestu máli eru BMI og þolið. BMI hefur lækkað um 7 prósentustig og þolið aukist um heil lifandis ósköp.... off the chart eins og þjálfarinn sagði. Þjálfarinn minn byrjaði nýtt prógram fyrir mig í gær og ég er alveg að !#"%$# í strengjum í dag. Núna þegar farið er að sjást í þetta sem var undir spikinu þá er víst kominn tími til að skerpa vöðvana enn meira og láta þá sjást betur og það kostar herfilega strengi í dag og það sem verra er á morgun líka því mér finnst alltaf annar dagurinn verstur.
Í kvöld er úrslitaleikurinn hjá Karólínu í suður Minnesota deildinni í körfu. Þær unnu undanúrslitaleikinn í framlengingu (hinn undanúrslitaleikurinn þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit, brjálaður dagur í höllinni) og ef þær vinna í kvöld þá er það fylkismeistaramótið sjálft með öllu húllumhæinu sem því fylgir...meiriháttar mál það.
föstudagur, mars 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli