þriðjudagur, mars 21, 2006
Þá er komið að því að pakka niður fyrir Evrópuferð. Við förum á fimmtudaginn til Ítalíu og komum svo til Íslands föstudaginn 31. mars. Ég verð þar í heilar tvær vikur, Halli í einn sólarhring og Karólína í viku. Systir mín á stórafmæli og það á að halda uppá það með pompi og pragt. Ég hlakka svo til, ég hef ekki komið á Lönguklöpp síðan í fyrrasumar og það hefur aldrei liðið svona langur tími á milli dvala þar. Ef vel vill til þá kemst ég kannski á skíði, það væri nú ekki slæmt þótt ekki sé um páskana sjálfa. Á skíði hef ég ekki stigið í nokkur ár, það hefur verið snjólaust/snjólítið hér og þegar hefur gefið þá er eitthvað um að vera. Kannski förum við Halli í skíðaferð á næsta ári þegar við verðum ein í kotinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli