þriðjudagur, mars 14, 2006
Segið þið mér gott fólk sem á Íslandinu búið er virkilega búið að breyta nafninu á Íslandsbanka í Glitnir? Ef svo er þá er ég gjörsamlega búin að missa trúna á viðskiptaviti bankafólks. Hvað ætli svona breyting kosti? Kannski ég ætti að bíða eftir staðfestingu á þessu áður en gjörsamlega síður uppúr hjá mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ojú, þetta er alveg rétt - ég hafði ekki fylgst með fréttum um helgina og ætlaði í heimabankann minn á mánudeginum www.isb.is en viti menn, lenti þá inni á glitnir.is Ég hélt að þetta væri einhver vitleysa og sló aftur inn netfangið en allt kom fyrir ekki. Einkennislitur bankans þar að auki orðinn fagurrauður - og sýnist sitt hverjum um það! En Kata mín, bankarnir "græða" svo mikið, í eitthvað verða þeir að eyða peningunum sínum...
Skrifa ummæli