Róðraræfingu morgunsins lokið. Þetta var mín síðasta. Í næstu viku hafa krakkarnir "atvinnu" þjálfara því þau þurfa víst einhvern harðari en mig. Takið eftir, ég var ekki nógu hörð við krakkana, ég var of lin við þau, ég hef mildast með árunum það er víst ábyggilegt. Þetta er nú kannski ekki alveg sannleikanaum samkvæmt en þetta var síðasta æfingin mín því þau fara í "Spring training" til Tennessee eftir tvær vikur og svo verður komið vor og þau hætt innanhúss æfingum og vatnið tekið við og alvöru róður. Kannski verð ég aðstoðarþjálfari á vatninu, hver veit hvað John dettur í hug að biðja mig um, og mér dettur í hug að samþykkja. Ég hef gert allt mögulegt til að gera þessar æfingar líflegri því það er nú ekkert voðalega spennandi að rembast eins og rjúpan við staurinn og það eina sem maður fær útúr því er hraður hjartsláttur. Ég hef reynt að láta þau "sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast". Við höfum hjólað um Rochester og svo tók ég þau til Íslands einn morguninn og við fórum suður fyrir, hjóluðum yfir jökla og svo að sjálfsögðu enduðum við með að hjóla inn Eyjafjörðinn í miðnætursól á leið okkar að Lönguklöpp.
Ég gat lítið hjólað með þeim í dag því á morgun fer ég í metabolic testing og ég má víst ekkert reyna á mig að gagni í dag því þá kem ég ekki eins vel útúr prófinu, og hvað geri ég ekki til að ná árangri.
miðvikudagur, mars 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli