föstudagur, mars 17, 2006

Þjofnaður

Við lentum í verulegu veseni með kreditkortin okkar. Númerunum var stolið og svo var einhver að versla í Kanada á mínu nafni fyrir eina $5000. Mér þykir þetta mjög undarleg því það eru ekki margir sem leggja í að bera fram nafnið mitt hvað þá að þurfa að stafa það. Það þurfti náttúrulega að loka kortunum og búa til ný og ganga frá allri pappírsvinnunni til að ná þessum innkaupum útaf okkar kortum og nú er þetta allt að koma. Þetta hefur verið bölvað vesen, ekki bankinn var afar hjálpsamur en það er óþægileg tilfinning að verða fyrir svona þjófnaði því það er eins og það hafi verið brotist inn hjá okkur, allavega svona "virtual theft". Svo erum við að fara til Evrópu eftir viku og það þýðir nú lítið að ferðast án kreditkorta. Það þurfti nefnilega að taka öll okkar kort í gegn og svo var verið að passa uppá debetkortin líka. Bölvans vesen.

1 ummæli:

ærir sagði...

hvað versluðu þeir. voru þetta smekkmenn(konur). lenti einu sinni í þessu fyrir margt löngu á fróni. þá þurfti ekki pin á benzin dælur. þjófarinir létu dæluna ganga í bókstaflegri merkingu. útekt upp á 300þus f. 10 árum. og 3 pizzur! rannsóknarlögreglan fann þá ekki, gat ekki rakið heimsendinguna á pizzunum!!! en eftir þetta þurfa allir pin á benzinstöðvum og heimurinn öruggari fyrir vikið. þökk sé æri. en þó greinilega ekki nægilega öruggur hin stóri heimur.