þriðjudagur, mars 07, 2006

Nú sit ég við alla daga, eða allavega hluta úr öllum dögum, við það að skrifa ritgerð, þessa með stórum staf og greini. Ef allt gengur upp, sem það gerir nú sjaldnast þegar þessi ritgerð er annars vegar, þá verð ég á Íslandi megnið af haustinu við rannsóknavinnu, nota veturinn til að greina og skrifa og vonandi ver ég afkvæmið eftir ár eða svo. Ég setti deadline hjá mér á 1. maí 2007. Ég er reyndar að byrja á verkefni á Mayo sem gæti orðið stærra og meira en ég geri mér grein fyrir, ég þarf að ferðast til Arizona og Florida til að afla gagna, en það verður ekki fyrr en í maí svo þangað til hef ég rúmam tíma......ó nei, ég verð á ferðalagi í þrjár vikur í mars og apríl svo þessi blessaði tími sem er víst bara 24 tímar í sólarhringum er ekki svo mikill þegar allt kemur til alls. Vinna á Íslandi verð ég víst að gera, það þýðir ekki að liggja í leti þar. Ég er að öllu jöfnu afskaplega skipulögð í vinnubrögðum en "betur má ef duga skal" eins og þar stendur.

Engin ummæli: