miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Þetta sagði moggi í dag um meyjar:

"Engin vél gæti leikið eftir það sem meyjan gerir í dag. Hún lagar sig snilldarlega að öllum flækjum sem verða á vegi hennar. Líklega gefur hún sér ekki einu sinni tíma til þess að verða hissa, heldur brettir bara upp ermarnar."

Vonandi gengur það eftir því það er margt á lista dagsins sem þarf mikla orku og ákveðni til að allt gangi upp.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Þú ert sem sagt svona lista-kona eins og ég... ?

Katrin Frimannsdottir sagði...

Ég skrifa lista dagsins ekki formlega niður nema mikið sé um að vera en hann er alltaf tilbúinn í höfðinu á mér! Það hefur fjölgað þeim dögum sem ég skrifa niður en það er ekki vegna þess að ég hef meira að gera heldur vegna þess að ég orðin svo gleymin.