mánudagur, október 16, 2006

Af hverju er það þversögn að vera hægrisinnaður og náttúruverndarsinni? Það á við hér í BNA rétt eins og á Íslandi að hægriöflin -sem eru reyndar allt öðruvísi hér en heima en það er annað mál- berjast ekki fyrir náttúruvernd. Ekki það að þau séu alltaf á móti náttúruvernd, enda er heilt haf á milli þess að vera með eða á móti, heldur eru þau ekki sett á oddinn og þar með eru þau aftarlega í forgangsröðinni. Við hjónin vorum hér heima í miklum rólegheitum yfir helgina og ræddum þó nokkuð um pólitík og þetta var eitt af því sem við vorum að velta fyrir okkur. Almenningssamgöngur, heilbrigðisþjónusta, náttúruvernd, menntun og annað í þeim dúr á ekki að vera bundið við pólitík, nálgunin er kannski pólitísk en ekki grundavallar atriðin í málinu og það hefur því miður brunnið við þessir málaflokkar "tilheyri" vinstri vængnum. Þetta á ekki að vera bundið einum eða neinum væng, þetta eru mannréttindamál og þau koma öllum við.

Engin ummæli: