föstudagur, október 13, 2006
Náttúran stendur í stríði þessa dagana um yfirráðin. Sumarið er að tapa stríðinu, vetur lætur sig sjást af og til svona til að benda á hver hann er og hvað hann gerir. Það snjóaði í gær, svona snjókorn hér og þar og hífandi rok rétt um frostmarkið, ekki nóg þó til að grána í rót. Það á hlýna í 15 stigin yfir helgina og svo vera þetta 10 stigin fram eftir viku, þá gæti vetur kall bankað aftur á dyr. Ég hafði hugsað mér að horfa á víðavangshlaup í gærkveldi en gat bara ómögulega fengið mig til að dúða mig og arka útí kulda kvöldsins. Frekar kveikti ég upp í arninum, hjúfraði mig uppí sófann minn rauða, prjónaði lopapeysu og horfði á CSI.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli