fimmtudagur, október 26, 2006
Ég fer til Durham í Norður-Karólínu á morgun til að heimsækja hana Karólínu mína. Það er fjölskylduhelgi, pabbinn er á vakt, Bjarni að vinna og Kristín að keppa svo þetta verður mæðrahelgi í staðinn. Ég hlakka svo til því ég hef ekki séð hana í heila tvo mánuði. Hún bað um heimabakað rúgbrauð, skinkuhorn frá mömmueldhúsi og allan þann mömmumat sem ég get borið með mér. Svo bað hún um húfur, vettlinga og úlpu, hún tók nattúrulega ekkert með sér af þess háttar fatnaði enda er sjaldan kalt þarna niðurfrá en nú brá svo við að það fór niður undir frostmark í fyrrakvöld og minni konu var kalt. Það eru reyndar þetta 15-20 stig yfir daginn svo það verður notalegt en hún er svo oft á ferðinni á kvöldin og þá er kalt. Mamma verður því að pakka í stóra ferðatösku fyrir fjögurra daga ferð!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli