föstudagur, október 20, 2006

Ég er með voðalega mikla strengi í dag. Ég var hjá þjálfaranum mínum í fyrradag og reyndi greinilega mikið á mig því handleggirnir eru sárir og þungir, lærin loga svo og aðrir staðir á líkamanum sem óþarft er að minnast á. Á þriðjudaginn var ég í erfiðu yogalates og var aum og sár eftir það, og þá sérstaklega í maganum því við gerðum magaæfingar í allt að því hálftíma samfleytt, án hvíldar á milli æfinga, það var erfitt. Ég er rétt að vona að ég geti hlegið í dag með góðu móti. Í dag fer ég í léttari yogalates og það verður voðalega gott eftir átök vikunnar. Ég sem hélt ég væri í svo voðalega góðri þjálfun en það þarf greinilega ekki mikið til til að koma vöðvunum á enn meiri hreyfingu. Þjálfarinn minn er ung kona og hún sagði við mig í fyrradag, "you are so freakishly strong", þetta tek ég sem hól, sérstaklega þar sem hún var að bera mig saman við unga fólkið sem hún þjálfar. Það er best að njóta þess sem að manni er rétt, það er ekki svo oft sem hólið heyrist, þetta fylgir víst aldrinum.

Í gær var ég í borgarferð í Minneapolis, fór á fund með leiðbeinandanum mínu. Við erum að nálgast hvor aðra, hún er að átta sig á hvað ég vil og hvert ég er að fara í mínum skrifum. Hún þekkir reyndar þetta svið út og inn en ég held að hún hafi bara ekki sett sig inní mín skrif og mína nálgun en nú er þetta allt að koma.

Engin ummæli: