þriðjudagur, október 31, 2006

Ég gerði fína ferð til Norður-Karólínu, við mæðgurnar fórum út að borða, versla og göngutúra í mikilli blíðu. Það var ótrúlega fallegt þessa helgina, 25 stiga hiti, sól og logn og haustlitirnir í algleymingi. Ég horfði svo á Karólínu æfa í gær, fyrst kúluvarp, svo spjótkast, og þá hlaupin. Hún keppir líklegast í fyrstu fimmþrautinni innanhúss um miðjan janúar. Klukkunni var breytt um helgina svo við fengum einn klukkutíma í kaupbæti, nú er 6 klukkutíma munur á okkur hér í Minnesota og Íslandi og í dag er Halloween, uppáhaldsdagur barnanna minna í mörg ár. Ég held ég hafi saumað síðasta búninginn fyrir þremur árum, þá var Karólína 15 ára!

Engin ummæli: