mánudagur, október 09, 2006

Mikið voðalega var gaman á Íslandinu í þessari ferð. Okkur tókst að framkvæma allt sem til stóð...klæða skúrinn, bera á og ganga frá útihurðinni og svo fórum við í þessa líku dásamlegu haustlitaferð austur í Helludal til Þilskipaútgerðarskrásetjarans, spúsu hans og höllina þeirra. Við fórum í stuttan göngutúr í Haukadalsskógi sem er óskaplega fallegur með falleg tré...bara eiginlega skóg...læk, gljúfur, útsýni yfir Geysi og umhverfi og svo inná öræfi, sumsé allt sem prýða getur fallegt umhverfi, svo ekki sé nú talað um kompaníið. Okkur var boðið í heljarins afmælisveislu í nýja húsinu, kaffi, kakó og heimabakað. Ég er farin að hlakka til næstu ferðar og líka til þess að flytja heim, hvenær sem það nú verður, vonandi innan fimm ára, kannski minna, kannski meira.

Halli gerði góða ferð austur í Rússíá, kom eldhress og andlega úthvíldur til baka.

Engin ummæli: