miðvikudagur, október 31, 2007

Maðurinn minn sótti um prófessorstöu við Háskóla Íslands í mars s.l. Hann fór í hæfnismat og var dæmdur hæfur af bæði HÍ og LSH. Síðan hefur ekkert heyrst og það eru liðnir 7 1/2 mánuður en ekki er það vegna fjölda umsækjenda, hann var sá eini. Ekkert viðtal, ekkert annað en að hann hefur látið heyra í sér í góðra vina hópi að hann sé ekki ánægður. Það kallaði á viðbrögð einhverra í valdastöðu og því var hringt en sagt að ekkert væri hægt að gera að svo stöddu því málið væri "í nefnd" sem er tungutak aftan úr miðstýrðri forneskju. Það virðist enginn hafa í sér döngun til að setja hnefann í borðið og taka ákvörðun á hvorn veginn sem er. Kannski vilja þeir bara ekkert fá hann en þá þarf að segja það umbúðalaust. Kannski eru þeir að smíða málatilbúning til að geta hafnað honum án þess að það líti illa út. Það er nú ekki svo að hann sé atvinnulaus og þurfi á þessari stöðu að halda til þess að halda andlitinu, yirlæknisdjobbið hans hér er ekkert til að fela eða kvarta undan. Okkur langar að flytja heim innan þriggja ára eða svo en það verður á okkar forsendum, ekki á forsendum þeirra sem draga hann á asnaeyrunum og í skjóli nefnda.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það má kannski benda á hvað maður eins og Halli eða þá reyndar hver annar "frambærilegur læknir" hafi að gera á svona stað eins og LSH! Til að verða ráðinn á LSH þarf m.a. að vera undirgefinn, gera það sem manni er sagt að gera af öðrum og helst má viðkomandi ekki vera "færari" en þeir sem fyrir eru, sem sagt aldagamall hugsunarháttur. Halur hefur lengi haft þá skoðun að engar breytingar verði nema með breyttum yfirmönnum, það þarf að skipta um í brúnni. Góða ferð til Barka.

Nafnlaus sagði...

Ég er þér sammála að öllu leyti! Kata