þriðjudagur, október 30, 2007

Nú fer að styttast í næsta ferðalag. Við Halli leggjum af stað í silfurbrúðkaupsreisu í lok næstu viku. Þá er reyndar afskaplega kunnuglegt ferðalag á dagskrá. Við keyrum til Minneapolis og leggjum í hann með Icelandair á leið til Íslands....höfum víst gert það áður! Stoppum á Íslandi í sex daga, og leggjum þá land undir fót með allri fjölskyldu Halla og höldum til Barcelona. Þar á að halda uppá gullbrúðkaup tengdaforeldra minna með þeim náttúrulega og báðum systkinum Halla og konu Ara. Til Barcelona höfum við aldrei komið svo þetta verður gaman. Ég hef verið að lesa mér til og er ákveðin í að fara á modernisma göngutúr um borgina og drekka í mig Gaudí og svo vil ég fara á Míró safnið. Þetta eru mínar tvær óskir og vonandi fæ ég þær uppfylltar. Það er ótalmargt annað sem mig langar að sjá en það verður að sjá til því í svona hópi verður að reyna að gera öllum til hæfis. Til baka komum við að kvöldi 19. og svo leggjum við í hann vestur um haf á silfurbrúðkaupsdaginn sjálfan, 20. nóvember. Stelpurnar mínar koma heim daginn eftir í Thanksgiving frí og Bjarni og Nicole koma svo annað hvort þann dag eða daginn eftir með vinum sínum og hér verður haldin stór og mikil Thanksgiving veisla með kalkún og miklu meðlæti kokkað af Bjarna og vinum hans.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Það er ekkert verið að liggja í leti á þessum bæ... alltaf á ferð og flugi og bara gaman að því. Komið þið norður í þetta sinn?

Og Halli bara sestur á skólabekk, hvað er hann að nema?

Katrin Frimannsdottir sagði...

Velkomin heim úr Berlínar ferð. Við komum norður þann 10. og förum beint í doktorsveislu til Dr. Betu og fljúgum svo suður aftur þann 12.

Halli er í mastersnámi í lýðheilsufræðum.