föstudagur, nóvember 30, 2007

14 stiga frost og vindur nú í morgunsárið, hvít jörð og spáð mikilli snjókomu á morgun. Veturinn er að ganga í garð, svona rétt um það bil. Um síðustu helgi var 10 stiga hiti svo þetta er svona fyrsta alvöru kuldakastið þetta haustið...það er nefnilega ekki kominn vetur samkvæmt dagatalinu hér, það gerist ekki fyrr en á vetrarsólstöðum. Sólin kemur upp um klukkan 7:30 og sest aftur um 4:30 sumsé 9 klukkutímar af sól og um 10 af dagsbirtu. Ég er að bíða eftir að fá síðustu 10 viðtölin úr ritun og ætla því að taka daginn létt og klára greiningu í næstu viku. Ég fer í ræktina mína á eftir og hleyp í 45 mínútur fer svo í yogalates í klukkutíma, klipping eftir hádegið, hitti Bjarna seinni partinn og veisla í kvöld...góður dagur framundan.

Engin ummæli: