föstudagur, nóvember 23, 2007
Yndislegur dagur í gær, Thanksgiving, allir heima. Bjarni og Nicole voru að elda allan daginn og voru búin að undirbúa veisluna í heila viku, í það minnsta. Kalkúninn var settur í vatn sem í var salt/hunang/laukur/hvítlaukur og látinn liggja í sólarhring eða svo og fyrir vikið var hann afar safaríkur. Meðlætið var náttúrulega: kartöflumús, sætar kartöflur bakaðar með marshmallows og hlynsírópi, sykurhúðaðar gulrætur, ferskar baunir (nei, ekki þessar ofsoðnu og næringarlausu frá Ora), fylling þar sem allt var heimatilbúið, meira að segja kornbrauðið, sósa, cranberry sulta með ananas og appelsínum, og salat og í eftirmat voru heimagerð pecan og pumpkin pæ. Himnesk máltíð með alla fjölskylduna heima. Á eftir var spilað Monopoly. Það hét Matador þegar ég var ung og göturnar hétur Bankastræti, Austurstræti, Laugarvegur og Pósthússtræti en ekki Boardwalk, Park Place, Pennsylvania Avenue, og Virginia Avenue. Reyndar hefðu allir við borðið vitað hvar hver og ein íslensk gata er, en við eigum ekki íslensku útgáfuna, því miður. Það væri gaman að vita hvað hitaveitan, rafveitan og vatnsveitan heita nú til dags. Karólína vann, malaði alla, enda í business námi...eins og það skipti máli í svona spili! Þetta er jú bara heppni, Halli segir það allavega, enda tapaði hann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli