fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Repúblikarnir voru í kappræðum í gærkveldi og mér til mikillar gleði þá voru þeir í því að skera hvorn annan á hol en ekki að ráðast á Clinton eins og síðast. Hún er reyndar þess alveg full fær að verja sig og er ekki síður hörð en þeir. Mér líkar alls ekki málefnaflutningur Repúblikanna, þeir tala helst eingöngu um trú, samkynhneigða, fóstureyðingar, innflytjendur (eins og okkur) og stundum um stríð en þeim finnst ekkert atriði að tala um menntun, mengun, heilbrigðismál eða annað sem mér finnst skipta mun meira máli. Til þess að fá málefnalega umræðu um þá málaflokka þá hlusta ég á Demókratana mína. Ég er ekki sammála þeim alltaf í hvernig leysa eigi málin en mér finnst hún Hillary alveg feyki góð og vildi óska að hún kæmist til valda. Mér finnst náttúrulega að allir eigi að hlusta á mig og mínar skoðanir því þær eru þær einu réttu en þar sem ég næ ekki eyrum þessa ágæta fólks þá þusa ég bara þeim mun meira hér heima við.

Engin ummæli: