sunnudagur, nóvember 04, 2007
Klukkunni var breytt í nótt og nú er "daylight saving time" búinn og það munar 6 klukkustundum á Íslandi og Minnesota eins og fimm tímarnir séu ekki nóg að jafna sig á þá er nú búið að bæta við einum klukkutímanum enn. Helgin hefur verið yndisleg, við fórum til Twin Cities á föstudagskvöldið og hittum okkar bestu vini í borginni á Brasilískum steikarstað www.fogodechao.com Þetta var öðruvísi upplifun en við bjuggumst við. Þetta var nú eiginlega svona "all you can eat of meat" staður en allt kjöt er borið fram af gaucho klæddum ungum mönnum sem hlupu um með kjöt á spjóti. Þegar viðskiptavinirnir snéru grænu hliðinni á kortinu upp þá komu ungu mennirnir hlaupandi og ein af sextán mismunandi kjöttegundum/matreiðslu varíasjónum var boðin. Mér fannst þetta lítið eiga skilt við "gourmet dining" heldur var þetta svona "borðaðu þangað til þú getur ekki meir og langar helst að æla" staður. Ekki mín deild lengur. Við gistum svo hjá vinum okkar um nóttina og svo fór kall minn í "Torske klubben" á hádegisverðarfund með norsku mafíunni. Ég fór að versla í borginni, það var svo sem allt í lagi en mér finnst bara ekkert gaman að versla, því miður, ég geri þetta af illri nauðsyn. Eftir að ég léttist svona mikið þá hef ég þurft að endurnýja allt í fataskápnum, allt frá nærbuxum í vetrarkápu, og það er að koma svona hægt og rólega enda þrjú ár síðan ég breytti um lífsstíl. Dagurinn í dag fór í að ganga frá ýmsu hér heimvið og svo fórum við í ræktina. Hin allra besta helgi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli