miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Ég er farin að velta því alvarlega fyrir mér hvort það séu of margir alþingismenn á Íslandi. Mér finnst með ólíkindum hvað þeir hafa tíma til að hugsa um smámunaleg atriði. Að það skuli virkilega vera um það umræða á Alþingi hvort auðkenna eigi nýbura á sjúkrahúsum í bleiku eða bláu eftir kyni er ofar mínum skilningi. Einnig hvort kalla megi meðlimi ríkistjórnar "ráðherra". Hafa þeir vikrilega ekkert þarfara um að hugsa. Ég hélt að Alþingi væri vettvangur stóru málanna, grundavallaratriða samfélagsins, löggjafarvaldið en ekki framkvæmdavaldið. Ég er greinilega ekki með það á hreinu hvert verksvið alþingismanna er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli