miðvikudagur, desember 12, 2007
22 stiga frost og snjór yfir öllu, hann hverfur ekki fyrr en í mars ef að líkum lætur. Stelpurnar koma heim á þriðjudaginn, hjá Karólínu hefur verið mjög heitt, 26 stiga hiti og sól í gær og hún fékk lit á sig á æfingu. Þetta er reyndar hitabylgja á hennar slóðum. Það er reyndar tiltölulega heitt hjá Kristínu í New Jersey en á að kólna niður undir frostmark svo það verður áfall fyrir likama þeirra að koma heim í kuldann. Báðar hlakkar til heimkomu en þær þurfa einhvern tíma til aðlögunar geri ég ráð fyrir. Það er reyndar smá hlýnun rétt eftir helgi, ekki yfir frostmark samt, svo þetta verður engin 20-30 stiga frost heimkoma, en hér er mun kaldara en þær eiga að venjast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli