föstudagur, desember 14, 2007
Hún á afmæli hún Kristín, hún á afmæli í dag.... Hún stækkaði í nótt, hún stækkaði í nótt.....nei eins og hún sagði sjálf þegar ég talaði við hana áðan þá vill maður ekki stækka þegar maður er 22 ára, því það þýðir stækkun á þverveginn. Hún fæddist á laugardagsmorgni á FSA fyrir 22 árum síðan. Ég var búin að ganga í gegnum skelfilega meðgöngu þar sem ég þyngdist um 34 kg og því var reynt að kom mér af stað á þriðjudeginum fyrr í vikunni, og svo aftur á fimmtudeginum en ekkert gekk. Svo þegar mín ákvað að koma í heiminn þá gerðist það allt á nokkrum mínútum, það fáum að pabbi hennar rétt komst inná stofuna til að taka á móti henni. Ljósmæður og læknar máttu ekki einu sinni vera að því að færa mig inná fæðingarstofuna, hún fæddist bara inná stofu blessunin og það með þvílíkum látum að ég gargaði eins og ljón. Halli bað mig um að hafa ekki svona hátt! Þetta hefur verið hennar einkenni síðan, hlutirnir gerast þegar henni dettur í hug og þá alltaf í brunahasti og með mikilli óþolinmæði og af óskaplegum kraftir svo ekkert stendur í veginum. Hún er alveg yndisleg og það er svo gaman að eiga svona börn sem eru uppfull af orku og lífsgleði, hlýju og umhyggju.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli