fimmtudagur, desember 06, 2007

Það snjóar og snjóar og snjóblásarinn vill ekki þíðast mig, bara Halla, og ég handmoka því frá a.m.k. annan hvorn dag. Það eru mörg ár síðan það hefur verið svona mikill snjór í desember og það er svoooooo gaman. Það er undurfallegt úti, hljóðin í náttúrunni lág og þýð og gott að sitja inni við skriftir með fallegt útsýni yfir garðinn minn. Það er líka voðalega gott að skjótast út til að moka frá....reyndar svo sem ekkert að skjótast ef moka þarf frá öllu því það tekur mig hátt í tvo tíma, en gott er að fara út
í ferska (ískalt líka) loftið öðru hverju. Ég rúllaði graskerunum sem við skárum út fyrir Halloween útí skóg og ég sé spor eftir dádýrin í kringum kerin og graskerin hafa minnkað til muna. Gott að vita að einhver getur nært sig á þeim, ekki finnst mér þau góð til átu.

Engin ummæli: