mánudagur, desember 17, 2007

Þá er jólaboð deildarinnar um garð gengið og allt gekk þetta ljómandi vel. Það voru um 60 manns hér í gær og mikið fjör í hópnum. Ég er reyndar eins og gömul blaut tuska í dag, ekki veit ég hvers vegna þetta var nú ekki svo mikið meira en venjulegur dagur en þreytt er ég í öllum skrokknum. Stelpurnar mínar koma svo heim á morgun. Karólína flaug til systur sinnar á laugardagskvöldið og þær eyddu gærdeginum í New York í roki og rigningu og entust því ekki mjög lengi, en nógu lengi eftir því sem þær segja mér. Ég er á milli verkefna, næsta er svona rétt að komast á koppinn og þá er allt með kyrrum kjörum og því ætla ég að nota tímann til jólaundirbúnings. Eitthvað þarf að baka en það verða ekki nein ósköp; randalína, skinkuhorn, hjónabandssæla, spesíur og rúsínukökur. Ætli ég láti það ekki nægja nema sérstakar óskir komi upp um annað og meira.

Engin ummæli: