mánudagur, desember 31, 2007

Þegar ég var alast upp á gamla Fróni þá var vindur og rok mælt í vindstigum. Þessu var breytt fyrir einhverjum árum síðan, löngu eftir að ég flutti til útlanda og er vindur nú mældur í metrum á sekúndu og hef ég nánast enga tilfinningu fyrir þessari mælieiningu. Í ofsaveðrum undafarinna vikna heima á Íslandi þá hef ég verið að reyna að gera mér almennilega grein fyrir rokinu og ég hef snúið þessu uppí mílur á klukkustund. Ég hef svo sem ekki mikla tilfinningu fyrir þeirri einingu heldur en ég veit að 20mílur/klst er hávaðarok hjá mér en það er svona 9m/s, og t.d. skv. reglum hér er hreint alls ekki hægt að spila golf í 40mílum/klst. Í dag er t.d. spáð 35m/s á Kjalarnesinu og þegar ég umreiknaði það í mílur/klst þá er það rétt undir 80!!! Samkvæmt ólyggnum vefsíðum þá er sá vindhraði level 1 hurricane! Hvað þá vindhviðurnar í fyrradag sem fóru uppí 70m/s. Það er category 5, takk fyrir. Það hefur sumsé verið afskaplega hvasst, öðruvísi er ekki hægt að lýsa veðrinu.

Engin ummæli: