mánudagur, desember 03, 2007
Ég tók mig til í gær og fór í gegnum gamlar myndir og ég má til með að deila þessum þremur til að byrja með. Sú fyrsta er frá brúðkaupsveislunni okkar. Veislan þætti heldur klén nú til dags með 32 í kaffi í heimahúsi! Sú næsta er af ungum menntskælingum á leið í fallhlífarstökk, þeir eru frá vinstri: HB, RA, ÞHJ, GÞG, PS og IK. Þriðja myndin er tekin þegar við fórum ásamt góðum hópi vina útí Drangey á vegum Guðríðar haustið 1983, hreint ógleymanleg ferð í stafalogni og sól.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Smá nostalgía í gangi :-)
Kveðja frá Fróni,
Guðný.
Skrifa ummæli