þriðjudagur, desember 11, 2007

Ég skilaði af mér verkefni í dag. Þetta var um menntakerfi röntgendeildarinnar hér. Ég var svolítið stressuð fyrir fyrirlesturinn, þetta er jú þrátt fyrir allt deild mannsins míns en allt hafðist þetta og gekk reyndar mjög vel. Það er svolítið einkennilegt að koma með harða gagnrýni á deild sem er búin að vera númer eitt í landinu í mörg ár en það má alltaf bæta á sig blómum eins og Tóta tindilfætta sagði. Ég talaði við 37 af staffinu, allt fólk sem situr í einhverri menntanefndanna...þær eru átta... og þetta var reyndar mjög skemmtilegt því ég átti mörg mjög skemmtileg samtöl um menntun í röntgen og menntun röntgenleikna sérstaklega og það er svo gaman að tala við fólk sem hefur áhuga og orku til að sinna menntun, það eru nefnilega ekki allir sem hafa þennan brennandi áhuga og því er gaman að tala við þá sem hafa áhuga á menntun ekki bara eigin ágæti og þekkingu. Þá er það næsta verkefni, ég er ekki viss um að það verði eins skemmtilegt því ég veit ekkert um aðstæður svo það á eftir að taka mig langan tíma að setja mig inní þetta. Svo er ég líka að skoða eitt verkefni enn sem gæti verið óskaplega skemmtilegt því það er um "diversity" Nú til dags snýst það um margt annað en kyn, kynþátt eða trúarbrögð, það snýst um hugsun og afstöðu til hlutanna ekki útlit og þetta gæti orðið mjög spennandi umræður. Þetta verkefni hefur reyndar dregist því miður því ég verð á Íslandi í þrjá mánuði í vetur við rannsóknir og allsendis óvíst að mér takist að klára þetta áður en ég fer í byrjun febrúar.

Engin ummæli: