föstudagur, desember 28, 2007

Mikil dásemd sem þessi blessuð jól eru. Hér gengur lífið fyrir sig í mjög svo lágum og afslöppuðum gír, þ.e.a.s. hjá okkur mæðgunum. Halli hefur verið á vakt í fimm daga en í dag er hann búinn og kominn í fjögurra daga frí og þá getur hann vonandi tekið þátt í þessari allsherjar afslöppun sem við hin höfum verið í. Bjarni og Nicole komu á aðfangadag og við nutum aðfangadags og jóladags saman í mikilli ró og glöddumst yfir góðum mat, gjöfum og spjalli, grín og glensi. Ég fékk svo óvænta og mjög svo góða gjöf frá IRB (Internal Review Board) í University of Minnesota á annan jóladag þar sem mér var tilkynnt að rannsóknaráætlunin mín hafi verið samþykkt án athugasemda, og þá er mér ekki til setunnar boðið og rannsóknir hefjast við fyrsta tækifæri sem er í byrjun/miðjum febrúar.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Þetta hefur verið hin besta jólagjöf, til hamingju með það og gangi þér vel með rannsóknina.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Ég þakka ykkur systrum fyrir góðar kveðjur. Sjáumst sem oftast á nýju ári, árinu sem ég verð á Íslandi í heila þrjá mánuði sem er það mesta síðan ég flutti til útlanda fyrir nærri 21 ári síðan.