þriðjudagur, janúar 01, 2008
Caucus kosningar verða í Iowa á fimmtudaginn og við hérna í suðurhluta Minnesota förum ekki varhluta af auglýsingaflóði frambjóðenda í sjónvarpinu vegna þess að stöðvarnar á okkar svæði ná yfir norður hluta Iowa og því eru stanslausar auglýsingar stjórnmálamanna og konu á skjánum. Ég vona svo innilega að Hillary vinni, hún er alger gersemi. Hvað repúblikarnir gera er ekki gott að vita, ég vona bara að Huckabee nái ekki kjöri, hann er vondur kostur með allar hans kristilegu kreddur sem eiga sér enga stoð í kristnum fræðum en eru byggðar á mannvonsku og hræðslu og virðingu fyrir eingöngu þeim manneskjum sem hann og hans líkar hafa skilgreint sem "gott kristið fólk". Hversu oft ætli ég hafi heyrt fólki lýsa kostum manneskju sem "he/she is a good Christian" og oftar en ekki var sagt á undan til skýringar á hegðun hans/hennar "I don´t understand what happened, he/she is such a good Christian". Huckabee og Romney...úff.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli