fimmtudagur, janúar 10, 2008

Nú er ég farin að huga að líkamlegum undirbúningi fyrir skíðaferð til Vail í lok janúar. Ég hef engan áhuga á að verða svo útkeyrð eftir dag á skíðum að ég hafi litinn áhuga á að takast á við fjöllin daginn eftir. Í gær hljóp ég í 35mín, eliptical 35mín, step 20mín, lyfti í 30mín og þetta eða eitthvað svipað þessu ætla ég að gera 5-6 sinnum í viku út mánuðinn. Það verður samt örugglega ekki nóg, ég verð með strengi og helaum í neðri hluta líkamans eftir skíðin en allavega ekki alveg dauð. Ég hefði náttúrulega frekar viljað æfa mig á skíðum en það fer nú lítið fyrir skíðasvæðum hérna niðurfrá, kannski fer ég í Hyland, gamla vinnustaðinn minn og renni mér þar með gömlum samkennurum. Hver veit hverju mér tekst að koma fyrir í annríkinu. Annars er afar rólegt í dag, en það er lognið á undan storminum. Ég er að passa eina 8 mánaða stelpu í allan dag en í augnablikinu sefur hún...en nú heyri ég í henni svo þá er friðurinn úti í bili.

Engin ummæli: