fimmtudagur, janúar 24, 2008

Nú er ég búin að fá nóg af kuldanum. Það var 29 stiga frost í morgun og ekki veit ég hvert þessi hlýinda kafli fór því það hefur verið fjandi kalt alla vikuna. Þeir eru nú að spá miklum hlýindum, jafnvel yfir frostmarki á mánudaginn. Ég trúi því þegar ég sé það. Ekki það að ég hafi verið það mikið úti við þessa vikuna, en það að fara frá bíl í hús hefur verið alveg nóg fyrir mig til þess að átta mig á hversu lítinn áhuga ég hef á að eyða meiri tíma útivið. Það er voðalega fallegt að horfa út sól og logn, það vantar ekki en ég bara er búin að fá nóg af að vera að frjósa við það eitt að labba yfir bílastæðið hjá matarbúðinni og ekki er það vegna þess að ég er illa klædd; loðfóðraðir kuldaskór, dúnúlpa, föðurland, dúnvettlingar.... Eins og mér þykir vænt um veturinn. Sem betur fer er góð veðurspá fyrir Vail í næstu viku. Ekki nema 3-7 stiga frost og sól allavega tvo daga. Svo er að sjá hvort spáin rætist.

Engin ummæli: