fimmtudagur, janúar 31, 2008
Vail
Klukkan er 7:30 að morgni hér í í skíðalandi Vail Colorado. Við komum í gær og notðuðum daginn til þess að jafna okkur á hæðinni, við erum í rúmlega 3000 metra hæð og það er nokkuð mikið fyrir okkur flatlendingana. Við gengum um bæinn í gær og fórum svo í ræktina hérna á hótelinu og þá áttaði ég mig á því að ég gæti nú ekki djöflast eins og venjulega. Það leið næstum yfir mig og þrátt fyrir mikla vatnsdrykkju þá lagaðist þetta lítið og því var klukkutími látinn duga. Í dag verður haldið á skíði, veðurspáin er dásamleg, allt á kafi í snjó og það snjóaði í nótt svo færið verður eins og best verður á kosið. Ég ætla mér að fara rólega af stað, bara bláar brekkur fyrir mig og léttar, troðnar, svartar, sumsé þurfum við að vera skynsöm svo við getum gengið á morgun og hinn. Engir moguls, ekkert (lítið allavega) púður, bara dusta rykið af tækninni og gera nokkrar tækniæfingar og njóta þess að svífa um á fleygiferð....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli