mánudagur, janúar 28, 2008

Við gerðum þessa líka fínu ferð til Iowa City um helgina. Þar heimsóttum við góða Landa og vini sem áttu heima hér í bænum síðustu fjögur árin en tóku uppá því að flytja suður á bóginn til Iowa til náms og starfs. Okkur finnst við vera orðin of einangruð hérna í Rochester enda hafa okkar bestu vinir flutt á brott hingað og þangað á síðasta ári. Svo vinnum við það mikið að það er ekki tími til að gera margt annað en að koma sér til og frá vinnu og svo ferðalög þess í milli. Það eru engir eftir sem geta komið í heimsókn eða við farið í heimsókn til sem ekki þurfa formlegt boð með góðum fyrirvara. Það er svo sem nóg af svoleiðis formlegheitum en okkur finnast vinamót yfir kaffibolla eða göngutúr, nema hvoru tveggja sé, mun skemmtilegri. Það var óskaplega gott að komast í annað umhverfi og njóta samvista góðra vina. Annars er svo sem ekki mikil vera heimavið næstu vikurnar og mánuðina svo þetta er svona stutt tímabil en nógu langt til þess að við gerum okkur grein fyrir því hversu nauðsynlegt það er að komast í burtu reglulega.

Engin ummæli: