sunnudagur, janúar 06, 2008

Þá er komið að kveðjustundum. Kristín fer í dag og Karólína á morgun. Kristín leggur nú í síðustu ferðina til Princeton, stelpan útskrifast í vor. Og mikið óskaplega líður tíminn hratt, mér finnst svo stutt síðan hún fór þangað í fyrsta sinn, að mér fannst lítil, saklaus og hrædd. Núna er hún flott ung kona með fullt af sjálfstrausti eftir nærri fjögur ár af ógnvænlegu álagi jafnt líkamlegu, andlegu sem akademísku. Það fer ekkert á milli mála að Princeton stendur undir nafni sem einn af erfiðustu skólum landsins, álagið er þvílíkt að frá fyrstu til síðustu mínútu annarinnar er ekkert lát á. Það er ekkert sem heitir að lesa bara undir próf þar á bæ, ritgerðir, verkefni, umræður, kynningar, og svo próf er daglegt brauð og oft allt í sömu vikunni mörgum sinnum á önn. Það þýðir heldur ekkert að skila af sér lélegri vinnu, það kemur bara í hausinn aftur og þá beðið um betri vinnubrögð. Það liggur við að til þess að fá A þurfi hver ritgerð að vera hæf til birtingar í virtum blöðum og tímaritum. Og þetta allt í viðbót við róðurinn sem hún stundar 3-5 tíma á dag 6-7 daga vikunnar. Í ár er hún að auki fyrirliði og það kostar mikla vinnu því það þarf að halda hópnum saman og skipuleggja samkundur í viðbót við að vera fyrirmynd annarra. Hún tekur fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega og fyrir vikið þá tekur það mikinn tíma....ég er hrædd um að hún ég hefði ekki þolað álagið.

Engin ummæli: