miðvikudagur, janúar 02, 2008
Það hefur verið brunagaddur í dag, fór niður í -24 stig í morgun en nú er eitthvað að hlýna og það jafnvel í 5 stiga hita um helgina eða "January thaw" eins og það heitir. Annars er allt með kyrrum kjörum, stelpurnar mínar eru í augnablikinu að hlaupa á stærsta innivelli bæjarins. Karólína þarf að hlaupa svona alvöru, ekki bara á bretti og stóra systir fór með henni til halds og trausts eða öllu heldur til þess að vera henni til skemmtunar. Ég er ein heima, í fyrsta sinn í tvær vikur og hef notað daginn vel í vinnu. Bæði fyrir Mayo og fyrir rannsóknina mína einu og sönnu. Í dag var ég að skipuleggja framkvæmdina, svokallaða "timeline" og ákveða hvað ég ætla að gera hvar og hvenær svona svo ég lendi ekki í því að öllu verði hrúgað á sömu dagana í lokin. Ég get nú ekki stjórnað öllu þessu en ég er að reyna að halda landshlutunum aðskildum þannig að ég safni gögnum fyrir norðan í febrúar og í Reykjavík í mars og svo reikna ég með að tína upp allar restarnar í apríl. Ohhhh, þetta lítur svo vel út á pappírunum og ég vona bara að áætlunin haldi svona fyrir það mesta. Það myndi gera lífið mitt svo miklu auðveldara en það má búast við að lífið leiki mig ekki svo létt, ég bý mig því undir það versta en vona það besta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli