þriðjudagur, janúar 22, 2008

Það er óskaplega fallegt úti núna enda snjóaði í allan gærdag púðursnjó. Það er skafheiður himinn og stafalogn og sólin er komin á loft. Það er reyndar afar kalt, -23 eða svo og ég ætla því að bíða aðeins með að moka frá þangað til hlýnar dulítið. Nú er rétt rúm vika þangað til við förum í skíðaferð til Vail og þar er víst ævintýralegur skíðasnjór svo ég fæ að njóta vetrarfegurðar í einhverntíma. Svo er það Ísland og vetrarfegurðin þar....allavega svona dagur hér og þar með einhverju óræðnu í milli, kannski verður rigning, rok, sól, snjókoma, rok, sól, rigning, rok....logn!? Skildu stjórnmálin í Reykjavíkurborg taka mið af veðrinu? Það fer allt eftir því hvernig vindurinn blæs hver er við völd þar á bæ. Undarleg stjórnunaraðferð það.

Engin ummæli: