miðvikudagur, janúar 09, 2008
Ég er ánægð með úrslit forkostninganna í gær í New Hampshire. Hillary vann og Huckabee varð langt á eftir. Romney varð því miður ofarlega en McCain vann sem betur fer. Á meðan repúblikarnir vinna ekki forsetann aftur þá er mér svo sem alveg sama hver er í framboði en á meðan möguleiki er á að þeir vinni þá er eins gott að frambjóðandinn sé einhversstaðar nær miðju en Romney og Huckabee. Reyndar var Romney tiltölulega nálægt miðju þegar hann var fylkisstjóri í Massachusets en svo tók hann 180 gráðu snúning og er núna argasta íhald á hinum ýmsu sviðum. Þá sérstaklega hefur hann snúið sér í "social" málum eins og réttindum samkynhneigðra, fóstureyðingum, trúarofstæki, og í málefnum innflytjenda. Ég skil reyndar ekki hvernig fólk sem tekur svona snöggum breytingum er tekið alvarlega því fyrir mér breytti hann um skoðanir til þess eins að eiga meiri möguleika á kjöri til forseta. Það er hið besta mál þegar stjórnmálamenn skipta um skoðanir á meðan hann/hún færir rök fyrir máli sínu en Romney hefur ekki gert það og þessi snögga breyting eykur síður en svo álit mitt á manninum. Annað sem var gott við forkostningarnar í gær er hversu vel kom í ljós að frambjóðendur Demókratanna eru miklu frambærilegri en hinna, Clinton, Obama og Edwards eru öll mun frambærilegri en nokkur frambjóðandi Repúblikana. Sérstakleg finnst mér Clinton og Obama góð. Það væri ekki slæmt ef þau bjóða fram saman í haust!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli