mánudagur, janúar 07, 2008

Því miður vann Hillary ekki Iowa og því miður vann Huckabee...ekki gott mál. Obama er reynda mjög frambærilegur maður en ég held að Hillary yrði betri forseti því hún hefur mikla reynslu og mér líst svo voðalega vel á stefnu hennar í heilbrigðismálum. Fyrir mér ætti það að vera réttur allra að fá menntun og heilbrigðisþjónustu. Í menntakerfinu lifir tvöfalt kerfi góðu lífi og þau lyfta hvoru öðru upp, einkaskólarnir setja þrýsting á opinberu skólana með góðum árangri og örðuvísi skipulagi og opinberu skólarnir sýna fram á að það er hægt að þjóna öllum og "koma öllum til einhvers þroska" án tillits til trúarskoðana eða efnahags. Ég held að það yrði afskaplega gott fyrir heilbrigðiskerfið hér að fá opinbera þjónustu að keppa við þar sem allir fá þjónustu en á allt öðrum forsendum en núna er, rétt eins og ég held að heilbrigðiskerfið á Íslandi hefði gott af að fá einkareknar stofnanir að keppa við í meiri og stærra mæli en nú er. Það er öllum holt að fá samkeppni og þurfa að standast samanburð við aðra. Hvorug leiðin er góð ein og sér en samhliða eru þær hið besta mál í þjónustugeirunum tveimur.

2 ummæli:

ærir sagði...

Gleðilegt ár Kata og kveðja til þinna. Til hamingju með rannsóknaráætlunina. Vonandi setur hún ekki strik í "heimferðaáætlunarframtíðarplön" ykkar hjóna.
Mér varð hugsað til ykkar á þrettándanum þegar ég fór í árvisst boð í hesthús þilskipaútgerðarskrásetjarans og fékk þar kakó með rommi í, allt gert til að vera hestum hans tilhalds og trausts og að róa þá þegar flugelda sýningin hófst rétt hjá, eins og um árið þegar þið komuð með á brennuna í Mosfellsbæ. Nú var hins vegar ekki farið út á brennu eða flugeldasýningu. Veitingum var hinsvegar gerð góð skil og hestar höfðu gott af svo "hjartastyrkjandi" umhyggju í lok jóla.
kv
ra

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna. Okkur er reyndar oft hugsað til Þrettándans 2004 því þá vorum við þátttakendur í hefðbundnu "jólahaldi" á Íslandi í fyrsta sinn í fjölda mörg ár.

Einu áhrifin sem þessi áætlun gæti hugsanlega, mögulega, kannski haft á heimflutninga er að flýta þeim, en eins og er hefur hún engin áhrif! kata