Úr stjörnuspá Moggans í dag handa okkur meyjum:
"Þú finnur hugsanlega til aukinnar ábyrgðar vegna barna þinna í dag. Taktu því með ró. Börn þurfa umönnun, þannig er það bara, hvað sem tautar og raular".
Það er alveg sama hversu gömul börnin mín verða ég kem alltaf til með að hafa áhyggjur af þeim, ég er alveg hræðilega áhyggjufull móðir, eins og ég var tiltölulega afslöppuð yfir þeim þegar þau voru yngri, ég var svo viss um að allt yrði í lagi. Það er kannski vegna þess að þá hafði ég nánast allan ákvörðunarréttinn þegar þau voru annars vegar á meðan nú til dags eru það afar takmörkuð áhrif og að sjálfsögðu er ég viss um að mínar ákvarðanir séu mun ábyrgðarfyllri og skynsamari en þeirra. Sonur minn 24 ára vakti mig í dag klukkan kortér í sjö til að fá smá minniháttar hjálp og þá fór ég náttúrulega að hafa áhyggjur af því sem hann er að gera, sú yngsta, 16 ára, er að fara í sína fyrstu dagsferð á bílnum í dag. Fer í heimsókn í tvo háskóla og annar þeirra er í St. Paul en þar hefur hún aldrei keyrt ein áður. Hin dóttir mín, 19 ára, er meidd í olnboga, er mikið bólgin og á erfitt með að gera allt nema að róa að sjálfsögðu. Eiginmaðurinn í New Orleans á fundi svo "hér er ég því ég get ekki annað". Allt eru þetta fullorðið fólk, eða hálffullorðið allavega, og ætti ég því að treysta þeim fyrir þeirra eigin lífi, en svona er þetta nú.....og þetta er nú eiginlega fáránlegt en ég breytist örugglega aldrei. Þeim finnst reyndar sem betur fer voðalega gott að fá ráð hjá mömmu og þá líður mér náttúrulega vel og finnst ég enn vera ómissandi en ég þarf nú eiginlega að læra að slappa svolítið af yfir þessu öllu.
föstudagur, apríl 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Elsku Kata mín.
Mikið skil ég þig vel. Eini gallinn er sá að áhyggjur gera ekkert gagn - frekar ógagn ef eitthvað er!
Ég fell sjálft alltof oft í áhyggju-gildruna en er að reyna að breyta því. Það verða alltaf einhver vandamál hjá börnunum okkar, þannig er lífið bara.
Við getum að sjálfsögðu gefið góð ráð. En við verðum líka að sleppa takinu, treysta því að þau kunni fótum sínum forráð og nota orkuna sem áður fór í áhyggjur í eitthvað uppbyggilegt!
Skrifa ummæli