fimmtudagur, mars 31, 2005

Framhaldssaga (2)

Karólína fór út í gær til að losa um stífluna, hún barðist um á hæl og hnakka í dágóða stund með dyggri hjálp móður sinnar. Náttúran hafði séð um að bræða hluta af klakanum en allt kom fyrir ekki, það var alveg sama hversu langt járnkallinn hvarf inn í ræsið, ekkert gerðist. Um þrjúleytið voru allar varúðartúður bæjarins settar á því það var von á hvirfilbyl. Það varð myrkur um miðjan dag, brjálað þrumuveður í hálftíma eða svo, og svo var allt búið, en enn var ræsið stíflað. Karólína var úti eftir kvöldmat og þá heyrðist kallað "mamma, það er komið flóð!" og viti menn, stíflan brast og tjörnin hvarf og eftir varð rotnunarlykt náttúrunnar.

Engin ummæli: