fimmtudagur, mars 24, 2005

Páskafrí

Páskafrí er fyrirbæri sem finnst ekki hér. Karólína er í "spring break" í næstu viku og Kristín var það í síðustu viku svo báðar eru þær í skólanum alla þessa viku, Föstudaginn langa og alla hina með. Hér er því allt í sínum venjulega gír þessa vikuna enda þótt Karólína telji niður þangað til vorfríið byrjar, en það er nú bara á morgun svo allt er þetta að bresta á. Við mæðgur keyrum uppí Minneapolis strax eftir skóla á morgun og fljúgum svo til New Jersey rétt fyrir sjö. Halli verður heima með Þór. Halli vinnur alltof mikið, en það er nú ekkert nýtt, sumt breytist ekki og kemur aldrei til með að breytast, ég er fyrir löngu búin að sætta mig við það. Vinnan hans er hans aðal áhugamál, hann er ofvirkur og þetta tvennt saman þýðir náttúrulega bara það að hann vinnur öllum stundum, ýmist hér heima eða á Mayo. Hann ætlar reyndar að vera á Íslandi í þrjár vikur í sumar og það sem meira er, hann ætlar ekki að vinna!!!! Það verður spennandi að sjá hvernig honum líður þegar þær vikurnar eru afstaðnar. Kannski hann sjái að sér og átti sig á því að það er til líf utan spítalans.......það verður í nokkrar vikur en svo fer allt í sama farið aftur, en það er nú svo.

Engin ummæli: