Þetta er stjörnuspá Moggans fyrir mig og aðrar meyjar í dag :
Fólk ætti að fara að þér með gát í dag. Þú meinar það sem þú segir og segir það sem þú meinar. Skoðanir þínar eru sterkar um þessar mundir. (Eins og það hafi farið framhjá einhverjum.)
Þeir sem mig þekkja vita að þetta gæti verið stjörnuspáin mín alla daga ársins, en þar sem ég trúi ekki á stjörnuspár þá er þetta náttúrulega bara grín! Til vonar og vara þá ætla ég að passa mig í dag, verst að ég er að fara í verslunarleiðangur í outlet mollið í dag, eins gott að fara varlega.
þriðjudagur, mars 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli