Þetta er mynd af henni Karólínu á Listasögusafninu í Vínarborg. Hún var búin að fá nóg en það var ískalt úti, hríðarhraglandi og rok svo hún vildi helst ekki labba heim á hótel, sömuleið og þá sem við komum. Er hérna niðusokkin í kortið til að reyna að finna útúr lestarleiðum heim. Tókst ekki, því lestin í safnahverfið var lokuð, svo þá var bara að labba heim, með því skilyrði að komið yrði við á kaffihúsi á leiðinni í leit að heitu kakói, sem var gert með glöðu geði. Það er gott að hafa með fólk sem þorir að hugsa upphátt, okkur þessum eldri og ráðsettu fannst líka fjandi kalt en létum hana um að ráða ferðinni, vitandi það að kaffihús yrði fundið á leiðinni. Þeir sem vilja sjá fleiri myndir úr ferðinni geta litið á myndasíðuna okkar:
http://homepage.mac.com/bjarn001/PhotoAlbum10.html
miðvikudagur, mars 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli