fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Gestur

Hingað kom góður gestur úr Höfuðstað Norðurlands. Hann vinnur í Húsinu sunnan Lystigarðs. Með mörgu góðu fólki. Mörg þeirra þekkjum við. Önnur ekki. Sum þeirra hafa heimsótt okkur. Önnur ekki. Hann elti mann minn á röndum í tvo daga, hvort hann hafði gagn eða gaman af veit ég ekki. Eftir því sem ég kemst næst þá höfðu þeir nafnarnir það fínt saman. Allir sem þegið hafa boð hans um að eltast þetta hafa skemmt sér vel, og að sögn haft mjög mikið gagn af. Kannski fáum við fleiri. Jafnvel einhverja sem við þekkjum vel. Gamla vini. Kannski í haust. Þá verður gaman. Okkur finnst gaman að fá gesti. Þeir mega alveg vera hérna lengi. Ekki bara til að spítalast og lækna.

Engin ummæli: