föstudagur, febrúar 11, 2005
Dagurinn minn
Morgunmatur. Nýbakað rúgbrauð með hollenskum osti, kaffi með karamellurjóma, appelsínudjús og vítamín í formi Sportþrennu frá Lýsi. Undurfallegur morgun, snjóað hefur undanfarna daga en nú er logn og sól, fimm stiga frost, en á að hlýna upp fyrir frostmark í dag og næstu daga. Ég þarf að moka frá. Kannski fer ég á gönguskíði á sunnudaginn, líklegast ekki á morgun því þá er stóri dagurinn hjá Karólínu, dans um kvöldið, hársnyrting í fyrramálið, þau ætla öll að borða hjá okkur og foreldrarnir koma svo í byrjun til að taka myndir af herlegheitunum og þá þarf rauðvín og osta með. Svo ætlum við Íslendingarnir að hafa bíókvöld á eftir því hér heima. Við leigjum þá góða mynd sem ekki er lengur í bíóhúsunum en enginn gat séð, á morgun eiga Varði og Eygló að velja. Þá fleigja sér allir í stóra rauða sófann og hafa það gott. Núna á eftir fer ég í leikfimi, ætla að vera lengi í dag, kannski tvo tíma ef ég er dugleg, senda pakka til Íslands ekki má gleyma því, senda myndavél í viðgerð, fara í vinnuna, svo á fund, körfuboltaleikur í Austin í kvöld, klukkutíma keyrsla hvora leið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli